Hagnaður Spalar ehf. eftir skatta á síðasta ári nam 461 milljónum króna, en hann var 445 milljónir árið áður. Spölur er að fullu í eigu Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. en félagið rekur Hvalfjarðargöngin.

Tekjur félagsins námu 1.197 milljónum króna. Rekstrarkostnaður Spalar án afskrifta fyrir tímabilið nam 387 milljónum króna og hækkar um rúma 52 mkr frá árinu áður þegar hann nam 335 mkr. Hækkun er aðallega rakin til aukins viðhalds- og launakostnaðar. Stjórnin leggur til þess að arður verði greiddur að fjáhæð 115 milljónir króna, eða 1,34 krónur á hlut.

Alls fóru 2.047.899 ökutæki um göngin á tímabilinu sem greiddu veggjald. Þessi fjöldi samsvarar því að 5.612 ökutæki hafa farið um göngin að meðaltali, dag hvern á þessu tímabili. Aukning í umferð milli áranna 2014 og 2015 var 5,65%.