Þeir lífeyrissjóðir sem sótt hafa um undanþágu til að fjárfesta erlendis hafa þegar fjárfest fyrir tæpa 9,4 milljarða króna samkvæmt skýrslu frá fjármála- og efnahagsráðherra um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta.

Seðlabanki Íslands tilkynnti um þessa undanþágu með fréttatilkynningu á heimasíðu Seðlabankans þann 15. júlí síðastliðinn. Samanlögð árleg heimild lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis eru 10 milljarðar og er heimildin því nánst fullnýtt á tveimur mánuðum.

Fjárfestingarheimildinni var skipt á milli umsækjenda með þeim hætti að var annars vegar horfti til stærðar sem fékk 70% væri og hins vegar til hreins innsreymis sem fékk 30% vægi.

Tekið er fram í skýrslunni að undanþágan stuðli að þjóðhagslegum ávinningi með því að gera lífeyrissjóðum mögulegt að bæta áhættudreifingu í eignasöfnun sínum og á sama tíma sé dregið úr uppsafnaðri erlendri fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna. Þar með er dregið úr hættu á óstöðugleika í kjölfar losunar fjármagnshafta.