Árið 2013 féll dómur Hæstaréttar í máli 555/2012 sem oft hefur verið nefnt Toyota-málið en fordæmisgildi dómsins hafði þau áhrif að fjöldi fyrirtækja þurfti að sæta endurálagningu skatta og horfa upp á skattgreiðslur aukast þar sem þau gátu ekki dregið vaxtagjöld frá skattstofni.

Endurálagning Toyota vegna málsins nam 93 milljónum króna en fjöldi annarra fyrirtækja hefur einnig þurft að þola endurálagningu skatta vegna öfugs samruna.

Auk þess að félögin sæti endur­álagningu þurfa þau, ef rekstri þeirra er haldið í óbreyttu sniði, að greiða hærri skattgreiðslur en áður þar sem ekki er hægt að lækka tekjuskattstofn með því að draga vaxtagjöld frá. Þetta getur veikt samkeppnisstöðu þessara fyrirtækja samanborið við félög sem fóru til að mynda þá leið að samskatta móðurfélagið með dótturfélaginu án þess að sameina þau

Hægt að afstýra frekara tjóni

Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur, hefur unnið að lausn á þessu vandamáli í samstarfi við Félag atvinnurekenda. „Í stuttu máli felst lausnin í því að vinda ofan af samrunanum. Hún felst í því að aðskilja aftur skuldirnar og reksturinn í tvö sjálfstæð félög, og samskatta svo félögin eða sameina þau í breyttri mynd. Í síðara tilfellinu er farið í samruna viðtökufélagsins við móðurfélagið.“

Páll segir að flest fyrirtæki ættu að geta nýtt sér þessa leið, en hann hefur þegar fengið tvö bindandi álit frá Ríkisskattstjóra sem heimila báðar þessar lausnir. Páll segir að það þurfi vissulega að klæð­ skerasauma leiðina fyrir hvert og eitt fyrirtæki, en leiðin sem slíkætti að vera aðgengileg fyrir öll fyrirtæki sem hafa lent í endurálagningu skatta vegna öfugs samruna.

Nánar er fjallað um dóm Hæstaréttar og hvernig leysa megi vandamálið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .