Nokkrar milljónir Bandaríkjamanna geta nú orðið ekki greitt af bílalánum sínum. Þrátt fyrir það halda lánastofnanir áfram að veita lán til bílakaupa, en þeim hefur fjölgað skart á undanförnum árum.

Seðlabankinn í New York hefur verið að kafa ofan í málin, en hagfræðingar þar hafa tekið eftir því hvernig lánum hefur fjölgað meðal einstaklinga sem myndu ekki standast hefðbundið lánshæfismat.

Á þriðja ársfjórðungi þessa árs, námu 90 daga vanskil á bílalánum 2%. Á öðrum ársfjórðungi 2009 fór 90 daga vanskilaprósentan hæst í 2,4%. Um er að ræða undirmálslán, sem valda hagfræðingum áhyggjum. En fjallað hefur verið um málið á heimasíðu seðlabanka New York.

Staðan bendir til þess að lánastofnanir, sérstaklega lánastofnanir sem veita bílalán, séu að veita bílalán og hvetja til lántöku sem fer langt umfram greiðslugetu einstaklinganna sem taka lánin.

Ef til niðursveiflu myndi koma, gætu allt að sex milljónir Bandaríkjamanna, neyðst til þess að losa sig við bílana sína til þess að borga af þeim. Áhrifin yrðu þó að öllum líkindum talsvert mildari en áhrif undirmálslána á húsnæðismarkaðinum.