Uppgjör Marel á fyrsta ársfjórðungi var öllu betra en áætlanir stjórnenda félagsins gerðu ráð fyrir. Samanburður við sama fjórðung árið 2014 er mjög góður, enda var þar um að ræða mjög slakt uppgjör. „En svo er hitt að fyrsti fjórðungur þessa árs var líka toppurinn á verulegum við­ snúningi á mörkuðum Marel sem hefur verið að koma fram frá miðju síðasta ári, einnig hjá keppinautum Marel,“ segir Jóhann Viðar Ívarsson hjá IFS greiningu. „Fjórðungurinn skilaði hæstu tekjum sem sést hafa á einum fjórðungi í sögu Marel, a.m.k. frá hruni, og hlutfall EBITDA af tekjum er það hæsta sem sést hefur í þrjú ár. Sé bókfærður kostnaður vegna þeirrar endurskipulagningar á rekstrinum sem nú stendur yfir að fullu dreginn frá er arðsemishlutfallið það hæsta sem við höfum gögn um á einum fjórðungi,“ bætir hann við.

Íhaldssemi nauðsynleg á kostnaðarhlið

Jóhann segir að mikilvægt sé fyrir Marel að halda aftur af auknum útgjöldum til að „missa ekki kostnað við endurskipulagningu sína úr böndunum.“

Nánar er fjallað um málið í Kauphallarblaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .