Nýherji var að venju fyrsta fyrirtækið til að birta uppgjör sitt og er aðalfundur félagsins á morgun. Í framhaldinu munu kauphallarfyrirtækin eitt af öðru birta uppgjörum fyrir fjórða ársfjórðung.

Í næstu viku munu allir bankarnir skila inn uppgjörum en Glitnir og Straumur ríða á vaðið á þriðjudaginn og Kaupþing og Landsbankinn fylgja í kjölfarið á fimmtudag og föstudag. „Í árferði líkt og því sem nú ríkir á mörkuðum er óhætt að segja að uppgjöranna sé beðið með óþreyju enda eru þau líkleg til að varpa ljósi á þá óvissu sem hefur stýrt mörkuðum undanfarna mánuði," segir í Morgunkorni Glitnis

Uppgjörin munu birtast þannig:

Glitnir 29. janúar

Straumur 29. janúar

Eimskipafélagið 31. janúar

Bakkavör 31. janúar

Exista 31. janúar

Kaupþing 31. janúar

Teymi 31. janúar

Landsbankinn 1. febrúar

Össur 5. febrúar

Spron 6. febrúar

365 6. febrúar