Þegar rennt er yfir BrandZ-listann yfir 100 verðmætustu vörumerki heims er það áberandi hvernig upplýsingatæknifyrirtæki virðast vera að taka yfir heiminn ef þannig má að orði komast. Það er ekki lengur svo að Coca-Cola og McDonald's beri höfuð og herðar yfir önnur vörumerki eins og var fyrr á árum þegar listar af þessu tagi voru settir saman. Þá var það reyndar ekki Millward Brown Optimor sem setti listana saman enda leit fyrsti BrandZ-listinn dagsins ljós árið 2006.

Í fimm efstu sætunum á þessum merka lista er að finna fjögur upplýsingatæknifyrirtæki og í tíu efstu sætunum eru sex til sjö, eftir því hvort General Electric telst til upplýsingatæknifyrirtækja enda má vissulega færa rök fyrir því að GE sé upplýsingatæknifyrirtæki þótt það framleiði líka ísskápa. Það eru aðeins áðurnefnd McDonald's (sem er í 4. sæti) og Coca Cola (6. sæti) auk tóbaksframleiðandans Marlboro (8. sæti) sem tekst að troða sér inn á lista tíu verðmætustu vörumerkjanna og má því segja að topplistinn samanstandi í megindráttum af upplýsingatækni og óhollustu.

Nánar í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blað vikunnar undir flipanum Tölublöð.