Miðar á Haustráðstefnu Advania seldust upp í dag. Er þetta stærsta og umfangsmesta Haustráðstefna Advania til þessa en hún verður nú haldin í 24. sinn.

42 innlendir og erlendir fyrirlesarar koma fram á ráðstefnunni og fjalla um upplýsingatækni frá ólíkum sjónarhornum.

Aldrei hafa fleiri konur verið hluti af dagskránni en meðal aðalfyrirlesara í ár eru þær Ingibjörg Þórðardóttir sem stýrir stafrænum miðlum CNN á heimsvísu, Tiffani Bova, sérfræðingur Salesforce í viðskiptasamböndum og Louise Koch sem fer fyrir umhverfismálum hjá DELL.

Meðal annarra fyrirlesara eru þeir Hjálmar Gíslason frumkvöðull, Bergur Ebbi Benediktsson og Tim Urban, einn eftirsóttasti TED-fyrirlesari í heimi og jafnframt einn mest lesni tæknibloggari internetsins að því er segir í tilkynningu Advania.

Ráðstefnan er ein sú elsta sinnar tegundar í Evrópu en hún fer fram í Hörpu á morgun, föstudaginn 21.september.