Það eru fáir sem ná viðlíka starfsferli fyrir þrjátíu ára aldur og Steinþór Helgi Arnsteinsson en hann hefur verið útvarpsmaður, tónleikahaldari, framkvæmdastjóri, kennari og dómari í Gettu betur svo nokkur dæmi séu nefnd. Nýlega var Steinþór ráðinn sem viðburðastjóri hjá tölvuleikjaframleiðandanum CCP.

Það sem helst hefur átt hug Steinþórs er tónlistin en hann hefur að mestu starfað sem umboðsmaður og tónleikahaldari í gegnum árin. Spurður að því hvað stendur upp úr á þeim ferli segir Steinþór að erfitt sé að velja eitt umfram annað. „Eitt af því sem stendur upp úr er t.d. Ghostface Killah á Nasa, en síðan er líka mjög eftirminnilegt þegar ég stóð að tónlistarhátíð sem hét Réttir. Síðan stofnaði ég plötufyrirtæki árið 2009 sem hét Borgin sem starfaði reyndar bara í ár því það sameinaðist síðan Senu en þar starfaði ég líka sem verkefnastjóri til loka árs 2011. Árið 2012 var ég framkvæmdastjóri Nelson Mandela samtakanna á Íslandi, en frá lokum árs 2011 hef ég mestmegnisstarfað í lausamennsku við ýmis verkefni sem eru þó aðallega tengd tónlist.“

Spurður að því hvernig hann kann við sig sem einn dómara í Gettu betur segir Steinþór að hann hafi dreymt um það starf lengi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .