Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 1,11% í dag og endaði í 1,850 stigum. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 41,19%.

Í dag hækkaði mest gengi bréfa Icelandair, eða um 2,73% í 425 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa Haga hækkaði einnig um 1,10% í 203 milljóna króna viðskiptum.

Gengi bréfa VÍS og TM hækkaði svo einnig um 2,67% og 1,76%. Mögulegt er að það sé vegna þess að óveðrið í gær var ekki jafn skætt og búist var við. Ekki voru viðskipti með bréfin þó mikil, en þau námu rétt rúmlega 7 milljónum króna.

Mest lækkaði gengi bréfa HB Granda um 1,22% í 81 milljóna króna viðskiptum. Einnig lækkaði gengi bréfa  Eimskips um 1,23% í 46 milljóna króna viðskiptum.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var rúmir 1,16 milljarðar króna. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var 5,1 milljarðar króna.

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 1% í dag í 1,1 milljarða króna viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,2% í dag í 5 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,3% í 1,1 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,2% í 3,9 milljarða króna viðskiptum.