Úrvalsvísitalan (OMXI8) lækkaði um 1,15% í dag í 3,3 milljarða króna viðskiptum á hlutabréfamarkaði. Undanfarna viku hefur Úrvalsvísitalan lækkað samfellt eða um alls 3,26%. Frá áramótum hefur vísitalan hins vegar hækkað um rúmlega 5%.

Alls lækkaði gengi bréfa í 15 félögum í dag. Mest var lækkunin á gengi bréfa Tryggingamiðstöðvarinnar (2,6%), Origo (2,4%) og Eik fasteignafélagi (2,2%). Hlutabréf Eimskips hækkuðu um 1,3% í verði og var það eina félagið sem hækkaði í verði í dag.

Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði lítillega í dag eða um 0,04% í 5,3 milljarða króna viðskiptum á skuldabréfamarkaði. RIKB 28 1115 leiddi hækkunina, en verð flokksins hækkaði um 0,2% og lækkaði ávöxtunarkrafa þess um 3 punkta. Á móti lækkaði verð RIKS 21 0414 og hækkaði krafan um 4 punkta.

Veltan á First North nam 7,2 milljónum króna og var hún öll með bréf Iceland Seafood International, en gengi bréfa félagsins lækkaði um 0,9%.

Heildarvelta á markaði nam 8,6 milljörðum króna í dag í 307 viðskiptum.