Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,27% það sem af er degi og er 5.754,38 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,79% en fjárfestingarbankinn birti í dag fyrsta ársfjórðungsuppgjör sitt og skilaði fjórðungurinn metafkomu, Vinnslustöðin hefur hækkað um 1,19%.

Actavis Group hefur hækkað um 0,66%, Kaupþing banki hefur hækkað um 0,63% en bankinn birta í dag fyrsta fjórðungsuppgjör sitt og var methagnaður af fjórðungnum. Glitnir skipar fimmta sætið yfir þau fyrirtæki sem hafa hækkað það sem af er degi og nemur hækkunin 0,57%.

Fjögur fyrirtæki hafa lækkað það sem af er degi. Dagsbrún hefur lækkað um 1,17%, Landsbankinn hefur lækkað um 0,86%, Össur hefur lækkað um 0,45% og Avion Group hefur lækkað um 0,25%

Krónan hefur styrkst um 0,86%, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.