Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hækkaði um 0,36% í viðskiptum upp á rúmar 99,8 milljónir króna í dag. Hún endaði í 1.070 stigum. Eins og greint var frá í netútgáfu Viðskiptablaðsins, vb.is, fyrr í dag voru engin viðskipti fyrir hádegi á hlutabréfamarkaði .

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði mest í dag, um 1,5%. Á eftir fylgdi gengi bréfa Össurar, sem fór upp um 1,41%. Á móti lækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 1,58% og Haga um 0,53%.