Fjármagnshöftin drógu úr útflutningi um 78 milljarða króna á síðasta ári. Þetta mat Viðskiptaráðs Íslands á áhrifum haftanna, en þau hafa nú verið við lýði í rúm fimm ár. Viðskiptaráð segir að þessi upphæð jafngildi um einni milljón króna í gjaldeyri á hverja fjölskyldu landsins

„Trúverðug áætlun til afnáms hafta þjónar lykilhlutverki ef koma á í veg fyrir að þessi skaði aukist enn frekar. Slík áætlun þarf að vera heildstæð og styðja við vaxtargrundvöll fyrirtækja í alþjóðlegri starfsemi. Í því felst að ekki sé eingöngu tekið á afmörkuðum hlutum vandans, líkt og bönkum í slitameðferð, heldur horft til þess hvernig megi afnema höft á alla aðila á sem skemmstum tíma,“ segir í skoðun Viðskiptaráðs

Þar kemur líka fram að alþjóðageirinn óx hratt á meðan flæði fjármagns var frjálst, en gerði það ekki innan hafta.