Niðurstaða skoðanakönnunar frá Telegraph leiðir í ljós að þeir sem eru fylgjandi því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu eru líklegri til að kjósa í kosningum um málið en þeir sem eru andsnúnir útgöngu þjóðarinnar.

52% þeirra sem hugsa sér að mjög líklegt verði að þau gangi til kjörklefans segjast myndu kjósa með útgöngunni meðan 45% þeirra segjast mundu kjósa móti útgöngunni.

Flest er fólkið sem kýs með útgöngunni hrætt um að landamæraeftirlit Bretlands muni ekki verða nægilega gott ef þjóðin verður áfram í ESB, auk þess sem það óttast og/eða hefur áhyggjur af því að ESB muni skipta sér af ríkismálum Bretlands og gera þjóðina að ósjálfstæðu ríki.

Þá eru þau sem kjósa móti útgöngunni hrætt um að útganga hefði slæm áhrif á efnahag Breta, auk þess sem viðskiptaskilyrði þeirra við Evrópuþjóðir myndu versna. Þá eru sumir einnig áhyggjufullir um að það sé mikil óvissa bundin við útgönguna.