Íbúðalánasjóður lánaði samtals tæpa 2,6 milljarða króna í marsmánuði og þar af teljast tæpir 2,3 milljarðar til almennra útlána. Í sama mánuði í fyrra voru almenn útlán tæplega 1,8 milljarðar. Meðalstærð almennra útlána var 10 milljónir króna í mars en var 10,4 milljónir í febrúar. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu sjóðsins fyrir marsmánuð sem send var kauphöllinni í gærkvöldi.

Þar kemur einnig fram að heildarvelta íbúðarbréfa í mánuðinum hafi numið 64,3 milljörðum króna sem er aukning um 10,8 milljarða frá febrúarmánuði. ÍLS greiddi í mars 7,1 milljarða og voru afborganir af íbúðabréfum þar af 6,6 milljarðar. Uppgreiðslur voru um 976 milljónir.