Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur samið við Advania um hýsingu, netkerfi, tengdan vélbúnað og öryggislausnir fyrir upplýsingakerfi fyrirtækisins. Fram kemur í tilkynningu að í samningnum felist m.a. tvöföldun Valitor á eigin netkerfi og hýsing hjá Advania með öruggu gagnasambandi við rammgerða vélasali á háhraðaneti. Búnaður Valitor verður hýstur í gagnaveri Thor Data Center. Það er í eigu Advania.

Í tilkynningu er haft eftir Viðari Þorkelssyni, forstjóra Valitor, að tvöföldun netkerfis Valitor sé eitt stærsta skref sem íslenskt fjármálafyrirtæki hafi tekið í langan tíma.

Gagnaver Thor Data Center er starfrækt í Hafnarfirði. Það hefur tryggt sér 3,2 megawatta orku með möguleika á allt að 17 megawöttum til viðbótar.

Advania
Advania
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Frá vinstri til hægri eru Gestur G. Gestsson Advania, ásamt þeim Viðari Þorkelssyni, Steinunni M. Sigurbjörnsdóttur og Sigurði Svavarssyni hjá Valitor. Lengst til hægri stendur Davíð Þór Kristjánsson hjá Advania.

Advania
Advania
© Aðsend mynd (AÐSEND)