Sala fyrirtækisins hélt áfram að minnka og hefur hún ekki verið minni í tvö og hálft ár. Sala gekk illa í sjónvörpum, heimilstækjum og tölvubúnaði. Einnig hefur efnahagsástandi Japans haft mikil áhrif á fyrirtækið en neysla hefur minnkað síðustu misseri vegna lækkun rauntekna og minni útflutnings. Þetta segir í frétt BBC .

Japan sem er þriðja stærsta hagkerfi heims tilkynnti í síðustu viku um að einkaneysla hafi lækkað um 0,7% en innlend neysla Japana telur um 60% af heildar hagkerfi þeirra.

Forstjóri og varaforstjóri Tosiba sögðu báðir af sér í júlí eftir að upp komst að fyrirtækið hafði tilkynnt um of mikinn hagnað síðustu sex ár. Talið var að fyrirtækið hafi ýkt hagnað um 1,22 milljarða bandaríkja dala. Toshiba hefur beðið fjárfesta afsökunar og reynt að koma í veg fyrir að slíkt hendi fyrirtækið aftur.