Líkur hafa aukist í dag á því að Spánn verði fjórða evruríkið til þess að hljóta neyðaraðstoð. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að bankar landsins þurfi að lágmarki 37 milljarða evra til þess að lifa af.

Fjármálaráðherrar evruríkjanna funda í dag, að því er fram kemur í frétt Bloomberg um málið. Búist er við tilkynningu í kjölfarið um næstu skref þess að veita Spánverjum fjárhagsaðstoð.