Tillaga formanna stjórnarandstöðuflokkanna um vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar, er á dagskrá Alþingis á morgun, mánudag.

Umræður hefjast kl. 13.30 með framsögu Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG. Tillögunni var dreift á Alþingi fyrir helgi.

Meginefni hennar er svohljóðandi: "Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina. Alþingi lýsir þeim vilja sínum að þing verði rofið fyrir 31. desember og efnt til almennra þingkosninga í framhaldinu."

Þetta er eina dagskrármálið á Alþingi á morgun. Gert er ráð fyrir því að umræðum ljúki um kl. 18.30 og að þá fari fram atkvæðagreiðsla um tillöguna.

Umræðum verður útvarpað og sjónvarpað frá Ríkisútvarpinu.