OECD varar fjárfesta við því að eignaverð sé orðið of hátt á heimsvísu í heimshagkerfi sem áætlað er að nái toppi sveiflunnar á næsta ári að því er kemur fram í frétt Bloomberg . Samkvæmt nýrri spá OECD mun hagvöxtur á heimsvísu verða 3,7% árið 2018 sem er það mesta sem gerst hefur á undanförnum árum en svo mun aftur hægja á árið 2019 þegar spár gera ráð fyrir 3,6% hagvexti.

Áætlað er að bandaríska hagkerfið nái toppi hagsveiflunnar á næsta ári en að á evrusvæðinu, í Japan og Kína hafi toppnum þegar verið náð og að hagvöxtur þar fari minnkandi á næsta ári og aftur árið 2019. Þá er gert ráð fyrir að hagvöxtur aukist á Indlandi og í Brasilíu.

Í skýrslu OECD segir að merkin um að eignaverð sé of hátt verði sífellt skýrari og það auki líkur á skarpri leiðréttingu verðs og samdrætti á heimsvísu.