Verðbólguskot er framundan í kjölfar þeirrar gengislækkunar sem átt hefur sér stað, að sögn greiningardeildar Glitnis.

Í ljósi gengisþróunar síðustu daga telur greiningardeild Glitnis líkur á því að Seðlabankinn grípi til aðgerða fyrir næsta vaxtaákvörðunar dag, sem er 18. maí, og að á næstu dögum kunni hann að tilkynna um aðra vaxtahækkun.

Í lok mars hækkaði Seðlabankinn vexti sína um 75 punkta og lýsti því yfir samhliða að hann myndi þurfa að hækka vexti frekar á næstunni. Gengi krónunnar hefur lækkað um 11% frá þessari ákvörðun bankans.

?Seðlabankinn situr varla hjá við þessar kringumstæður, þótt hann geti ekki komið í veg fyrir verðbólguskotið sem slíkt," segir greiningardeildin.