Sömu alþjóðlegu fjárfestingarsjóðir og hafa verið kröfuhafar slitabúa gömlu bankanna, og eru eigendur af um 300 milljarða hlut af aflandskrónum, eru einnig lang stórtækastir í tugmilljarða vaxtamunaviðskipta. Þetta kemur fram í DV í dag, en samkvæmt heimildum blaðsins standa þessir aðilar að baki meginþorra af 60 milljarða króna gjaldeyrisinnflæði vegna kaupa erlendra aðila á íslenskum ríkisskuldabréfum síðustu mánuði.

Aðdráttaraflið við slík vaxtamunaviðskipti er að aðilar hagnast á raunstýrivaxtamun Íslands við útlönd með kaupum á ríkisskuldabréfum. Heildar vaxtamunaviðskipti slíkra sjóða námu samtals 54 milljörðum á árinu 2015. Samkvæmt Lánamálum ríkisins, sem gefið er út af Seðlabanka Íslands, þá fjárfestu erlendir aðilar fyrir um 5 milljarða til viðbótar á fyrsta mánuði þessa árs.