Það eiga sjálfsagt margir góðar minningar frá Stúdentakjallaranum en honum var fyrir nokkrum árum lokað og var húsnæðið lagt undir aðra starfsemi háskólans. Nú stendur hins vegar til að byggja við Háskólatorg, svo mötuneytissvæðið sjálft stækkar, en á neðri hæð viðbyggingarinnar á að endurvekja Stúdentakjallarann.

Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, ræddi við VB sjónvarp um verkefnið.