Mál- og námuvinnslufyrirtækið Vedenta Resources ætlar að fjárfesta tæpum tíu milljörðum Bandaríkjadala til að auka álframleiðslugetu félagsins. Ráðgert er að auka framleiðslugetuna um 2,6 milljónir tonna fyrir árslok 2012 og gera félagið þar með að stærsta álframleiðenda Asíu.

Stærsti hluti uppbyggingarinnar eiga sér stað á Indlandi. Á sama tíma verður fyrirtækinu skipt upp í þrjú svið: Eitt sem leggur áherslu og ál- og orkuframleiðslu, annað utan um kopar, sink og blýframleiðslu félagsins og það þriðja sem nær utan um járngrýtisvinnslu.