Nigel Warren, íbúi í New York, var nýlega dæmdur fyrir að brjóta lög um hótelrekstur í New York og sektaður um 2400 dali eða 294 þúsund krónur fyrir að leigja út íbúðina sína í þrjá daga í september.

Nigel Warren leigði íbúðina út fyrir milligöngu vefsíðunnar vinsælu Airbnb . Vefsíðan er vinsæl hjá íbúðareigendum um allan heim og þeim sem vilja búa í íbúðum á ferðalögum sínum.

Lögin sem hann braut voru sett 2010 og eiga að koma í veg fyrir að leigusalar kaupi upp íbúðir og breyti þeim í lítil hótel. En um leið er því ólöglegt fyrir íbúðareigendur að leigja út íbúðir sínar í 30 daga eða skemur.

Sjá nánar á The Telegraph .