*

sunnudagur, 12. júlí 2020
Erlent 18. maí 2018 12:49

Veitingakeðja Gordon Ramsey skilar tapi

Ramsey og tengdafaðir hans náðu sáttum í lagalegum deilum á síðasta ári.

Ritstjórn
Gordon Ramsey, sjónvarpskokkur

Eignarhaldsfélagið Kavalake sem er í eigu sjónvarpskokksins Gordon Ramsey tapaði 3,8 milljónum punda á síðasta ári. Þetta kemur fram í frétt frá BBC

Michelin stjörnu staðurinn Maze sem er í eigu Ramsey mun loka í janúar 2019 næstkomandi. En verið er að þróa nýjar hugmyndir fyrir nýjan veitingastað.

Ramsey er ekki eini sjónvarpskokkurinn sem á í rekstrarerfiðleikum.Viðskiptablaðið fjallaði nýverið um að veitingastaður Jamie Oliver sem ber heitið Jamie´s Italian kitchen ætti í miklum erfiðleikum.Verið er að loka 12 af 37 veitingastöðum keðjunnar á Bretlandi til að hagræða í rekstrinum. Keðjan tapaði 9,9 milljónum punda, fyrir skatta árið 2016.

Ramsey og tengdafaðir hans náðu sáttum í lagalegum deilum á síðasta ári. En tengdafaðirinn var fangelsaður fyrir að brjótast inn í tölvukerfi fyrirtækisins. 

Stikkorð: Gordon Ramsey