Vel gengur að selja eignir Íbúðalánasjóðs en 18 kauptilboð voru samþykkt í fasteignir í eigu sjóðsins í gær.

Það sem af er ári hefur sjóðurinn selt 772 fasteignir en markmið Íbúðalánasjóðs eru að koma sem flestum af eignum sjóðsins úr sinni eigu á þessu og næsta ári.

Af þeim 772 fasteignum sem hafa verið seldar á árinu eru 472 sölur á stökum eignum en 300 eignir hafa verið seldar í pakka, flestar til leigufélaga.

Íbúðalánasjóður á ennþá rúmlega 1.400 fasteignir og var um 2.600 þegar mest var.