Fataverslun dróst saman um 4,4% í maí miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og um 4,5% á breytilegu verðlagi á sama tímabili samkvæmt mælingum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta fataverslunar í maí saman um 4,7% frá sama mánuði árið áður. Verð á fötum var nær óbreytt frá sama mánuði fyrir ári.

Þá jókst velta skóverslunar jókst um 9,2% í maí á föstu verðlagi og um 9,8% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Verð á skóm hækkaði um 0,6% frá maí í fyrra.

Epal húsgögn
Epal húsgögn
© BIG (VB MYND/BIG)
Velta húsgagnaverslana jókst um 24,8% í maí frá sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi og um 29,6% á breytilegu verðlagi. Verð á húsgögnum var 3,9% hærra í maí síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Velta sérverslana með rúm jókst í maí um 38,3% frá sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi. Velta í sölu skrifstofuhúsgagna var 24,9% meiri í maí síðastliðnum samanborið við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi.

Sala á raftækjum í maí jókst um 46,3% á föstu verðlagi og um 28,9% á breytilegu verðlagi. Verð á raftækjum lækkaði um 11,9% frá maí 2010. Þar vegur þyngst verðlækkun á stórum heimilistækjum.