Verðbólga á evru-svæðinu hefur ekki verið hærri í sjö mánuði. Neysluverð hefur hækkað um 2,2% á síðustu 12 mánuðum miðað við verðlag í júlí.

Verðbólga hefur verið við eða yfir verðbólgumarkmiðum evrópska seðlabankans (2%) síðustu 16 mánuði að einum mánuði undanskyldum. Þetta hefur dregið úr möguleikum bankans til að lækka stýrivexti og örva þannig efnahagslífið, sem flest aðildarlanda evrunnar þurfa nauðsynlega á að halda. HÆkkandi olíuverð hefur aukið á vanda seðlabankans að halda verðbólgu innan marka.

Nú er reiknað með að hagvöxtur á evru-svæðinu verði aðeins 1,3% á þessu ári en í apríl var vonast til að vöxturinn yrði 1,6%. Til samanburðar má nefna að hagvöxtur í Bandaríkjunum verður um 3,6% á þessu ári, gangi allt óbreytt eftir.