Verðbólguáhrif í uppgjöri Landsbankans fyrir annan ársfjórðung nemur um 6-7 milljörðum, að því er kom fram í máli Sigurjóns Þ. Árnasonar, bankastjóra á afkomufundi nú í morgun.

Verðbólguskot á fyrsta ársfjórðungi í kjölfar gengisfalls íslensku krónunnar skilar sér nú í stórauknum vaxtatekjum.

Vaxtatekjur Landsbankans á öðrum fjórðungi námu tæpum 21 milljarði króna. Á sama tíma í fyrra námu vaxtatekjur 13,5 milljörðum, og er því um 55% aukningu að ræða.

Um það bil allan hreinan vöxt rekstrartekna Landsbankans á öðrum fjórðunga má því rekja beint til áhrifa verðtryggingar í lánasafni bankans.