Nái samninganefndir Félags framhaldsskólakennara, Félags stjórnenda í framhaldsskólum og samninganefnd ríkisins ekki saman um nýjan kjarasamning í kvöld mun kennaraverkfall hefjast í fyrramálið.

Í fréttum Stöðvar 2 segir að mikill munur sé á milli krafna kennara um kjör og því tilboði sem ríkið hefur sett fram en kennarar óska eftir 16-17 prósent hækkun á meðan ríkið hefur boðið um þrjú prósent hækkun til eins árs.

Nú klukkan 17 hófst fundur í Kennarahúsinu þar sem samninganefnd framhaldsskólakennara gerir grein fyrir stöðunni.