Verð á dagvöru hefur ekki endilega hækkað meira en gengisþróun og verðhækkun á sömu vöru og hráefnum frá erlendu birgjunum hefur gefið tilefni til. Þetta kemur fram í grein Almars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, og Margrétar Guðmundsdóttur, formanns félagsins.

„Hún er lífseig sagan af innflytjendum sem hagnast á verðbólguumhverfi með því að hækka verð umfram kostnað,“ segir í greininni. Máli sínu til stuðnings benda þau á skýrslu frá Samkeppniseftirlitinu um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði

„Í skýrslunni var verð á dagvöru á árabilinu 2006 til 2011 skoðað sérstaklega með því að bera saman verðþróun dagvöru við heildsöluverð, gengisþróun, kostnaðarþætti og fleira. [ .. ] Niðurstöður þessa samanburðar gefa ekki vísbendingar um að verð á dagvöru hafi ekki hækkað meira en gengisþróun og verðhækkun á sömu vöru og hráefnum frá erlendum birgjum gáfu tilefni til.“

Í greininni fjalla þau Margrét og Almar jafnframt um grein úr vikuritinu Vísbending en niðurstaða greinarinnar var sú að helstu hækkunarliðir í vísitölu neysluverðs eru innlendir. Niðurstaðan var því sú að verðbólgan væri innlend.