Verg landsframleiðsla í Þýskalandi jókst um 0,9% á öðrum ársfjórðungi þessa árs, segir í frétt Dow Jones.

Greiningaraðilar höfðu spáð 0,8% aukningu.

Aukin eftirspurn innanlands er talin skýra aukninguna, þá sérstaklega fjárfestingum í fasteignum og tækjum, segir í tilkynningu hagstofu Evrópusambandsins.

Hagvöxtur hefur ekki verið meiri í Þýskalandi síðan á fyrsta ársfjórðungi 2001, en þá var hann einnig 0,9%.