Læknafélag Íslands og samninganefnd ríkisins undirrituðu nýjan kjarasamning í nótt eftir fjórtán klukkustunda fund. Verður kjarasamningurinn nú kynntur félögum í Læknafélaginu, en verkfallsaðgerðum hefur verið aflýst og hefst vinna með venjubundnum hætti í dag. Þetta kemur fram á vef Læknafélagsins .

Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins í kjaradeilunni, segist í samtali við RÚV vera þokkalega sáttur við samningana. Hann vill hins vegar ekki tjá sig að svo stöddu um kostnað ríkisins við kjarasamninginn fyrr en ljóst er hvort hann verði samþykktur. Segir hann þó að launahækkanir hefðu gjarnan mátt vera lægri.

Enn er ósamið milli ríkisins og Skurðlæknafélagsins en þar mun fundur hefjast á eftir kl. 10.