Verðmerkingar bakaría og brauðdeilda verslana eru almennt í samræmi við ákvæði laga og reglna. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu.

Neytendastofa gerði athugun á ástandi verðmerkinga 37 bakaría á höfuðborgarsvæðinu dagana 19.-24. júní síðastliðinn.

„Vermerkingum í hillum og borðum var ábótavant hjá 6 bakaríum og í kælum hjá 13 bakaríum. Neytendastofa sendi skriflegar athugasemdir til 13 bakaría þar sem verðmerkingum var ábótavant og þeim bakaríum gefinn frestur til að koma verðmerkingum í samt lag. Að þeim fresti loknum verður ástand verðmerkinga kannað á ný og gripið til aðgerða telji stofnunin þess þörf,“ segir í frétt Neytendastofu.