Blooming Marvellous, 14 verslana keðja með föt fyrir verðandi mæður, er við það að fara í greiðslustöðvun, að því er fram kemur í frétt The Times sem kemur út á  mánudag. Verslanakeðjan er í eigu íslenska fjárfestingafélagsins Arev, sem er einnig eigandi að öðrum verslakeðjum á borð við Aspinal of London og Jones the Bootmaker.

Stjórnandi Arev er Jón Schving Thorsteinsson, fyrrum yfirmaður hjá Baugi, að því er segir í The Times.

Philip Green sagður mögulegur kaupandi skulda Mosaic

Fyrr í dag var sagt frá því að tískukeðjan Mosaic, sem er að hluta til í eigu Baugs, sé að hefja viðræður við lánardrottinn sinn, Kaupþing, um skuldir að fjárhæð 400 milljarðar punda.The Times segir að talið sé að Mosaic muni óska eftir að breyta skuldum í hlutafé eða fá inn nýtt fjármagn.

Þetta gæti þýtt, segir blaðið, að mögulegir kaupendur að Mosaic, eins og milljarðamæringurinn Philip Green, kunni að kaupa skuldirnar af Kaupþingi til að taka yfir stjórn félagsins.

The Times segist ekki hafa náð sambandi við skrifstofur Marvellous og að Mosaic hafi ekki viljað tjá sig.