Eftir lækkun beggja vegna Atlantsálanna í gær héldu hlutabréf áfram að falla í verði í Asíu í nótt og er það rakið til vonbrigða með niðurstöður af fundi forystumanna evruríkjanna. Nikkei-hlutabréfavísitalan í Japan féll um 1,48%, ASX í Ástralíu lækkaði um 1,72% og vísitlana í Sjanghæ um 0,75%. Þegar klukkutími var eftir af viðskiptum hafði Hang Seng í Hong Kong lækkað um 2,47%.