Warren Buffet sagði dag að bandarískt efnahagslíf væri enn kreppu, þrátt fyrir að Hagrannsóknarstofnun Bandaríkjanna (e. The National Bureau of Economic Research) hafi sagt á mánudag að efnahagskreppunni hefði lokið fyrir meira en ári síðan

Buffet lét hafa þetta eftir sér í viðtali á CNBC sjónvarpsstöðinni í dag.  Hann sagði jafnframt að landið kæmist ekki út úr þrengingunum í bráð, en landið myndi rísa.  Spáði hann ekki fyrir um hvenær það yrði.

Regla er að markaðsaðilar leggi við hlustir þegar Buffet talar.  Eins og sagt var frá á vef Viðskiptablaðins í morgun er hann annar ríkasti maður Bandaríkjanna samkvæmt tímaritinu Forbes.