Viðræður við hóp erlendra fjárfesta sem átti besta tilboðið í hótel við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu hefur verið slitið. Í vikunni munu því viðræður hefjast við þá sem áttu næstbesta boðið.

Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Sítusar, sem á lóðina við Hörpu þar sem planið er að hótelið rísi, áréttar í samtali við Morgunblaðið í dag að fjárfestarnir sem áttu besta tilboðið gefi þær skýringar á drætti málsins þær að þeir hafi efasemdir um fjárfestingar hér á landi og stöðu efnahagslífsins.

„Já, það er sú ástæða sem okkur er gefin; að menn hafi ekki talið að það væri öruggt og skynsamlegt að fjárfesta á Íslandi,“ segir hann. Pétur segir ekki tímabært að nefna þá til sögunnar sem sem nú verður rætt við. Vísar hann til þess að byggingin sé enn í útboðsferli. Rætt verður við þá sem buðu næstbest og síðan koll af kolli.