Úrvalsvísitalan ICEX-15 breyttist lítið í dag og var í lok dags 5.309,57 stig sem er lítið lægra en í gær. Alls námu viðskipti með hlutabréf um 1,7 milljarði króna í 229 skráðum viðskiptum.

Frá upphafi til oka vikunnar hækkuðu hlutabréf Kaupþings banka mest eða um 4,35% og var loka gengi þeirra 695. Næstmesta hækkunin var á bréfum FL Group eða 2,35% en við lokun í dag var gengi þeirra 17,40. Þá hækkuðu bréf Landsbankans um 1,25% sem þýðir að gengið í vikulok var 24,20.

Mesta lækkun bréfa var 2,13% en hlutabréf Dagsbrúnar, eignarhaldsfélags Og Vodafone og 365 fjölmiðla, var 5,49 í lok föstudags. Þá lækkuðu bréf Straums-Burðaráss um 1,26% en lokagengi þeirra var 15.60.