Vilhjálmur Vilhjálmsson var ráðinn forstjóri HB Granda í september sl. eftir að Eggert Benedikt Guðmundsson hafði látið af störfum og tekið við starfi forstjóra N1 fyrr um sumarið. Vilhjálmur komst í kastljós fjölmiðla þegar HB Grandi fékk í síðustu viku útflutningsverðlaun forseta Íslands.

Þeir sem þekkja til Vilhjálms bera honum góða sögu. Hann kallar ekki allt ömmu sína og er óhræddur að takast á við erfiðar áskoranir.

Fyrir utan mikinn íþróttaáhuga stundar Vilhjálmur einnig skot- og stangveiði auk þess sem hann hefur mikinn áhuga á útivist. Hann gengur til rjúpna þegar tækifæri gefst til og segist í samtali við Viðskiptablaðið reyna að fara í 4-5 veiðiferðir í ár landsins á sumrin. Umfram allt er hann þó mikill fjölskyldumaður enda eiga þau hjónin fjögur börn, þar af þrjú uppkomin.

Hér má sjá viðtal VB Sjónvarps við Vilhjálm þegar hann tók við útflutningsverðlaunum forsetans.

Nánar er fjallað um Vilhjálm í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.