Fjármálaráðherra hefur lagt til við Alþingi að tollar verði felldir niður af nokkrum tegundum af mjólkurlausum ís. Þetta er eina tillaga ráðherra um að tollar af mat verði lækkaðir eða felldir niður. Frumvarpið er til fyrstu umræðu á Alþingi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FA .

Í greinargerð fjármálaráðuneytisins með frumvarpinu segir að þessi breyting sé gerð vegna erinda sem ráðuneytinu hafi borist og hafi rík tengsl við lagabreytingu sem gerð var í fyrra , en þá voru tollar og vörugjöld felld niður af nokkrum staðgengdarvörum kúamjólkur, „þ.e. drykkjarvörum úr sojabaunum, hrísgrjónum, höfrum, hnetum og/eða möndlum, í því skyni að gera þann hóp fólks, sem ekki gat neytt mjólkur, m.a. vegna mjólkurofnæmis eða mjólkuróþols, jafnsettan þeim sem neytti mjólkur.

Félag atvinnurekenda fagnar þessari tillögu, enda hefur félagið á undanförnum árum ítrekað bent á fáránleika þess að leggja verndartolla á innfluttar matvörur sem alls ekki eru framleiddar á Íslandi og eiga sér enga samsvörun í íslenskum landbúnaði. Hann segir breytinguna jafnframt ánægjulega af þeim sökum að hér örli á viðurkenningu stjórnvalda á því að ekki eigi að leggja verndartolla á matvöru sem eigi sér enga samsvörun í innlendri búvöruframleiðslu.