Samþykkt hefur verið umboð fyrir Sjúkratryggingar Íslands til að reyna að ná samningum við tannlækna um að niðurgreiða tannlækningar barna að fullu. Ríkisstjórnin samþykkti þetta í lok nóvembermánaðar.

Ekki hafa náðst samningar við tannlækna um þjónustu þeirra í á annan áratug. Tannlæknar hafa því unnið samkvæmt reglugerð. Í samningum við Sjúkratryggingar Íslands geta falist kvaðir sem ekki gilda þegar unnið er samkvæmt reglugerð og hafa yfirvöld verið gagnrýnd fyrir að fylgja ekki lögum og tryggja að samkomulag náist við tannlæknana. Með þessu virðist því stigið skref í átt til samkomulags.

Samkvæmt reglugerðinni hefur niðurgreiðsla á tannlækningum barna að meðaltali numið um 60% af raunkostnaði.