Að sögn Özurar Lárussonar, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins, er nauðsynlegt fyrir ríkisvaldið að endurskoða skilagjald bifreiða. Í dag eru greiddar 15.000 krónur þegar gömlum bíl er lagt en Özur telur að það þurfi að hækka verulega.

„Við sjáum að Þjóðverjar greiða sem svarar á milli 300 og 400 þúsund krónur fyrir gamlan bíl. Þar eru menn að horfa til þess að nýir bílar menga mun minna en aðrir og því mikið umhverfismál að auðvelt sé að skipta út," sagði Özur.