Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins (ESB) vill leggja á skatt á fjármagnshreyfingar innan sambandsins. Markmið með skattinum er að styrkja tekjustoði sambandsins en skatttekjurnar myndu renna beint til Evrópusambandsins. Tillögunar verða kynntar í vikunni og verði þær samþykktar verður um fyrstu veigamiklu sjálfstæða tekjustofna ESB að ræða. Hingað til hefur fjármögnun ESB verið að mestu í höndum aðildarríkja sambandsins. Þetta er staðfest í blaðinu Financial Times.

Olli Rehn
Olli Rehn
© AFP (AFP)
Fjárlög ESB nema 112 milljörðum evra á ári sem jafngildir rúmlega 18 þúsund milljörðum króna. Með skattinum er talið að þörfin að fjárframlögum aðildarríkjanna muni minnka.