*

miðvikudagur, 20. janúar 2021
Fólk 2. febrúar 2020 19:01

Vill auka alþjóðatengsl

Verðandi forseti Viðskiptafræðideildar HÍ vill auka áherslu á alþjóðlegt samstarf bæði í kennslu og rannsóknum.

Júlíus Þór Halldórsson
Þótt Gylfi hafi gegnt fjölbreyttum störfum gegnum starfsævina hefur hans aðalstarf verið við Háskóla Íslands frá því á síðustu öld, með stuttu hléi þegar hann tók við embætti viðskipta- og efnahagsráðherra.
Eyþór Árnason

Gylfi Magnússon var í þarsíðustu viku kjörinn forseti Viðskiptafræðideildar næstu tvö árin, og mun taka við starfinu um mitt þetta ár. Hann hefur starfað fyrir deildina frá því fyrir aldamót, meðal annars sem forseti sameiginlegrar Viðskipta- og hagfræðideildar frá 2000 til 2006.

Æskilegt að bjóða námsbrautir á ensku
„Eitt af því sem ég mun beita mér fyrir er aukin alþjóðatengsl,“ segir Gylfi, en áfram verði þó öflugt starf í tengslum við íslenskt viðskiptalíf. „Við höfum til dæmis ekki boðið upp á námsbrautir á ensku, sem er eitthvað sem væri mjög æskilegt að við gætum. Bæði til að geta þjónað betur þeim sem eru enskumælandi og búa á Íslandi, en eins til að taka betur á móti skiptinemum,“ sem hann segir yfirleitt vera stóran hluta nemenda í alþjóðlegum háskólum.

Auk alþjóðlegra kennsluumhverfis horfir Gylfi til aukinnar alþjóðlegrar áherslu í rannsóknum. „Aukið alþjóðlegt rannsóknasamstarf væri mjög gott bæði fyrir deildina og íslenskt efnahagslíf almennt. Suma hluti er auðvitað nauðsynlegt að rannsaka hér sem kannski er lítill áhugi á erlendis frá, en við megum ekki einangrast um of,“ segir Gylfi, og líkir jafnvægislistinni þar á milli við línudans. „Að horfa á Ísland, en í alþjóðlegu samhengi, þannig að maður blekkist ekki af rörsýn, en nái samt að skoða það sem hér þarf að skoða og enginn annar sinnir.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta gerst áskrifendur hér.