*

mánudagur, 27. september 2021
Innlent 18. ágúst 2020 18:26

Vinna saman fyrir orkusækinn iðnað

Meitill GT Tækni og Orkuvirki hafa gengið til samstarfs í þjónustu við stóriðjufyrirtæki á Íslandi.

Ritstjórn
Bolli Árnason framkvæmdastjóri Meitils GT Tækni og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Orkuvirki.
Aðsend mynd

Tvö fyrirtæki sem sinnt hafa þjónustu við stóriðjufyrirtæki og orkusækinn iðnað á Íslandi, Meitill GT Tækni ehf. og Orkuvirki ehf., hafa ákveðið að ganga til formlegs samstarfs.

Bæði fyrirtækin eiga langa sögu þegar kemur að þjónustu við stór fyrirtæki í orkusæknu umhverfi á Íslandi, og var það mat stjórnenda fyrirtækjanna að möguleikar til meiri og víðtækari þjónustu ásamt auknu þjónustustigi felist í samstarfinu.

Meitill GT Tækni á rætur sínar að rekja til til viðhaldsdeilar Íslenska járnblendifélagsins allt aftur til ársins 1979. Fyrirtækið veitir þjónustu á sviði málm-, véla-, rafmagns- og farartækja. Orkuvirki er tækni- og verktakafyrirtæki sem var stofnað árið 1975, og hefur yfir að ráða þekkingu og reynslu á há-, og lágspennu sem og orkuafhendingu.

Innan fyrirtækjanna er sögð mikil starfsmannaþekking þegar kemur að öllu sem snýr að véla- og rafmagnsvinnu að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Hvort heldur sem um sé að ræða viðhaldsverkefni, nýframkvæmdir, fyrirbyggjandi og reglubundið viðhald.