Gallup í Bandaríkjunum hefur kannað vinsældir forseta Bandaríkjanna frá miðri síðustu öld eða allt frá því að Dwight Eisenhower var forseti.  Nú er fyrsta kjörtímabil Barack Obama hálfnað en hann var kjörinn 44. forseti Bandaríkjanna fyrir rétt tæpum tveimur árum.

Ef bornar eru saman vinsældir forseta skv. Gallup á miðju fyrsta kjörtímabili forsetanna kemur í ljós að Georg Bush eldri var vinsælastur allra forsetanna en hann naut stuðnings 69% kjósenda. Næst vinsælastur var sonur hans, Georg W. Bush með 67,3%.  John F. Kennedy og Eisenhover koma þar á eftir, báðir með 64,3%.

Óvinsælastur forsetanna á þessu tímamarki var Bill Clinton með 41,4% en vinsældir Barack Obama eru nú 44,7%

Hægt er að skoða töflu með ánægjuvog með því að velja mynd nr. 2.