Tveir helstu smásölu- og vörumerkjasérfræðingar heims, þeir Paco Underhill og Martin Lindström, eru væntanlegir til landsins til að ræða um framtíð verslunar. Munu þeir halda fyrirlestur á ráðstefnu í Háskólabíói þann 25. september næstkomandi sem ber titilinn Why we Buy: The Science of Shopping.

Underhill og fyrirtæki hans Envirosell hafa rannsakað kauphegðun fólks víða um heim og hefur Martin Lindström gert slíkt hið sama en hann er þekktastur fyrir að framkvæma stærstu rannsókn heims í sögu tagamarkaðssetningar (e. neuromarketing).